Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:31 Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar