Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 9. maí 2025 08:01 Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun