Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar 6. maí 2025 08:17 Samantekt Í lok mars síðastliðnum héldu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra blaðamannafund undir yfirskriftinni Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt. Þar var m.a. fjallað um verðlagningu makríl og mun á Íslandi og Noregi. Í þessari grein varpa ég ljósi á: - Rangan samanburð á afurðaverði makríls í greinargerð með frumvarpi um veiðigjald vegna þess að: Borið er saman verð á heilfrystum makríl í Noregi við verð á mismunandi afurðum makríls á Íslandi (flökum, hausskornum og heilum makríl). - Rangan útreikning þar sem í greinargerð með frumvarpinu er litið fram hjá því að 41% makrílafla Íslendinga er ráðstafað til bræðslu, sem ekki er gert í Noregi, vegna þess að: Stór hluti aflans á Íslandi er flakaður eða hausaður og slódreginn og afskurður bræddur. Óhæfur makríll til manneldis, svo sem vegna átuskemmda, er flokkaður frá og bræddur. Megin niðurstaða greinarinnar er að verðmæti íslensks makríls upp úr sjó er um 70% af útflutningsverðmæti þess norska en ekki um 90% eins og útreikningar atvinnuvegaráðuneytisins sýna. Það er því fullkomlega röng niðurstaða í greinargerð atvinnuvegaráðherra að „miðað verði við markaðsverð í Noregi til að nálgast betur raunverulegt aflaverðmæti þeirra tegunda sem fjallað er um“ enda er fátt sameiginlegt með vinnslu, veiðum og markaðssetningu Íslendinga og Norðmanna á makríl, annað en að tegundin er sú sama. Rangar tölur geta aldrei verið grundvöllur skattlagningar. Samanburðurinn rýndur Í greinargerð atvinnuvegaráðuneytisins með nýframlögðu lagafrumvarpi segir að verðmyndum makríls ,,á Íslandi gefi ekki rétta mynd af raunverulegu markaðsverði“. Að lokinni greiningu á markaðsverði í Noregi og í beinni sölu á Íslandi séu ,, Þannig afgerandi vísbendingar um að verðmyndun á Íslandi endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti þessara nytjastofna.“ Í greinargerðinni er síðan tafla sem er ætlað að færa sönnur á að þessar afgerandi vísbendingar séu sannar. Ég hef bætt við þessa töflu samtölu, mér og öðrum til glöggvunar. Tafla 2. Samanburður á afurðaverði á makríl í Noregi og á Íslandi 2020-2024 Samanburðurinn gefur til kynna að útflutningsverðmæti íslensks makríls sé jafnaði um 91% af verðmæti þess norska. Þetta er rangur samanburður. Rangur samanburður Þrátt fyrir það að auðvelt sé að staðreyna þessar tölur sóttar til Hagstofu Íslands og Hagstofu Noregs þá er samanburðurinn rangur. Hann er rangur af því að það er verið að bera saman verð og verðmæti mismunandi afurðaflokka. Í tölum Hagstofu Noregs er ekki neina sundurgreiningu að finna. Samkvæmt mati japanskra kaupenda og upplýsingum norskra framleiðenda fer nánast allur afli til heilfrystingar. Nú nýverið hafa þó þrjár verksmiðjur hafið framleiðslu á flökum. Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Í gögnum Hagstofu Íslands má finna sundurliðun á útflutningi á makríl niður í flokka. Skiptingin er í heildina þessi yfir öll árin: Hér þarf ekki langskólagenginn mann til að sjá að hér stendur ekki steinn yfir steini í samanburðinum. Rangir útreikningar En það er ekki nóg með að samanburðurinn sér rangur heldur eru útreikningarnir í greinargerðinni einnig rangir. Ef við skoðum samanburð á nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands, sést að landaður afli er mun meiri en útfluttur. Í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins er ekkert litið til þess að einungis tæplega 60% landaðs afla birtist í útflutningstölum. En hver fór þá mismunurinn? Landráð?, væri svar Kára Stefánssonar eins og hann lýsti í grein sinni sem hér er vísað til. Í hans huga hefðu útgerðarmenn stungið mismuninum í vasann í erlendum sölufélögum og þannig gerst sekir um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti. Umræðu af þessum toga má finna víða í samfélaginu byggða á samskonar firru. Grein Kára svaraði ég í tveim greinum sem má finna hér og hér. Þar lýsi ég annars vegar hvernig tekjur af makrílveiðum hríslast um samfélagið og hins vegar hvernig útreikningar hans stæðust enga skoðun, fremur en nú hjá stjórnvöldum. En hvert er þá svarið? Verðum að bera saman epli og epli Jú, mismunurinn, rúmlega 40%, fór í bræðslu sem fráflokkaður skemmdur makríll, hausar og slóg frá hausuðum makríl og afskurður frá flökun. Og hverju breytir það? Jú, það breytir öllu. Ekki er einungis verið með rangan samanburð heldur líka ranga útreikninga. Norskur makríll er aðallega fluttur út heill. Við verðum því að umreikna allar löndunartölur og afurðasölur yfir í sambærilega stærð, heilan makríl. Og það gerðum við í Vinnslustöðinni. Forsendur útreikninganna eru eftirfarandi: 1. Við styðjumst við útflutningtölur Hagstofu Íslands eins og atvinnuvegaráðuneytið. 2. Í tölum Hagstofu Íslands er ekki að finna útflutt makrílmjöl eða lýsi. Við verðum því að ráðstafa mismun á aflatölum og útflutningstölum til bræðslu og gefa okkur þá forsendu að: a. Nýting í mjöli (20%) og í lýsi (15%) hjá öllum bræðslum landsins sé sú sama. b. Að útflutningsverð mjöls og lýsis sé það sama og hjá Vinnslustöðinni á hverju ári. Réttur samanburður Með þessar forsendur, og yfir mun lengra tímabil, fáum við út neðangreindan samanburð á útflutningsverði makríls, umreiknað í verðmæti á heilan makríl hjá Norðmönnum annars vegar og Íslendingum hins vegar á línuriti 1. Línurit 1 sýnir verðþróun á útflutningsverði makrílafurða umreiknað yfir í krónur á kíló upp úr sjó. Línurit 2 sýnir hlutfall á verði á heilum makríl frá Íslandi deilt með heilum makríl frá Noregi. Hér sjáum við athyglisverð línurit. Á árunum 2020 – 2024 er meðal útflutningsverð íslenskra makrílafurða 72% af því norska (sjá línurit 2) en ekki 91% eins og greinargerð atvinnuvegaráðuneytisins gefur til kynna. Lengri saga er líka áhugaverð. Á upphafsárum okkar í veiðum á makríl var mikill munur á útflutningsverði makríls milli landanna. Augljóslega höfðu Norðmenn þekkingu og reynslu sem Íslendinga skorti. Það dró síðar saman með þjóðunum. Allt til ársins 2020 var makríllinn aðallega veiddur við Ísland. Hin síðari ár hefur heldur dregið í sundur aftur, einkum vegna þess að lengra hefur verið að sækja makrílinn fyrir Íslendinga, hann verið í lakara ástandi og veiði hefur verið tregari. Á síðustu þrem árum er meðalverð íslensks makríls 68% af því norska. Það er því augljóst öllu sæmilega þenkjandi fólki að fullyrðingar atvinnuvegaráðuneytisins í greinargerðinni að verð á makríl ,,á Íslandi gefi ekki rétta mynd af raunverulegu markaðsverði“. og að ,, Þannig afgerandi vísbendingar um að verðmyndun á Íslandi endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti þessara nytjastofna.“ eru rangar. Hér stendur ekki heldur steinn yfir steini. Niðurstaða Í fyrsta lagi stendur ekki steinn yfir steini í samanburði atvinnuvegaráðuneytisins og í öðru lagi eru útreikningar rangir. Í þriðja lagi grefur það undan trúverðuleika í undirbúningi frumvarpsins að svo augljósar villur sé að finna. Rétt er að benda á að útflutningtölur Hagstofu á makríl hafa verið uppfærðar. Þá leiðréttingu er ekki að finna í fullbúnu frumvarpi. Allt ber þetta að sama brunni. Frumvarpið er illa unnið, útreikningar rangir og útfærslan skaðleg og útreikningur atvinnuvegaráðuneytisins getur aldrei verið grundvöllur skattlagningar af neinum toga, líkt og KPMG hefur bent á. Fyrst og fremst er stuðst við staðlausa stafi og upphrópanir. Niðurstaðan er því falleinkunn á vinnubrögðum við greinargerð um veiðigjöld. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samantekt Í lok mars síðastliðnum héldu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra blaðamannafund undir yfirskriftinni Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt. Þar var m.a. fjallað um verðlagningu makríl og mun á Íslandi og Noregi. Í þessari grein varpa ég ljósi á: - Rangan samanburð á afurðaverði makríls í greinargerð með frumvarpi um veiðigjald vegna þess að: Borið er saman verð á heilfrystum makríl í Noregi við verð á mismunandi afurðum makríls á Íslandi (flökum, hausskornum og heilum makríl). - Rangan útreikning þar sem í greinargerð með frumvarpinu er litið fram hjá því að 41% makrílafla Íslendinga er ráðstafað til bræðslu, sem ekki er gert í Noregi, vegna þess að: Stór hluti aflans á Íslandi er flakaður eða hausaður og slódreginn og afskurður bræddur. Óhæfur makríll til manneldis, svo sem vegna átuskemmda, er flokkaður frá og bræddur. Megin niðurstaða greinarinnar er að verðmæti íslensks makríls upp úr sjó er um 70% af útflutningsverðmæti þess norska en ekki um 90% eins og útreikningar atvinnuvegaráðuneytisins sýna. Það er því fullkomlega röng niðurstaða í greinargerð atvinnuvegaráðherra að „miðað verði við markaðsverð í Noregi til að nálgast betur raunverulegt aflaverðmæti þeirra tegunda sem fjallað er um“ enda er fátt sameiginlegt með vinnslu, veiðum og markaðssetningu Íslendinga og Norðmanna á makríl, annað en að tegundin er sú sama. Rangar tölur geta aldrei verið grundvöllur skattlagningar. Samanburðurinn rýndur Í greinargerð atvinnuvegaráðuneytisins með nýframlögðu lagafrumvarpi segir að verðmyndum makríls ,,á Íslandi gefi ekki rétta mynd af raunverulegu markaðsverði“. Að lokinni greiningu á markaðsverði í Noregi og í beinni sölu á Íslandi séu ,, Þannig afgerandi vísbendingar um að verðmyndun á Íslandi endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti þessara nytjastofna.“ Í greinargerðinni er síðan tafla sem er ætlað að færa sönnur á að þessar afgerandi vísbendingar séu sannar. Ég hef bætt við þessa töflu samtölu, mér og öðrum til glöggvunar. Tafla 2. Samanburður á afurðaverði á makríl í Noregi og á Íslandi 2020-2024 Samanburðurinn gefur til kynna að útflutningsverðmæti íslensks makríls sé jafnaði um 91% af verðmæti þess norska. Þetta er rangur samanburður. Rangur samanburður Þrátt fyrir það að auðvelt sé að staðreyna þessar tölur sóttar til Hagstofu Íslands og Hagstofu Noregs þá er samanburðurinn rangur. Hann er rangur af því að það er verið að bera saman verð og verðmæti mismunandi afurðaflokka. Í tölum Hagstofu Noregs er ekki neina sundurgreiningu að finna. Samkvæmt mati japanskra kaupenda og upplýsingum norskra framleiðenda fer nánast allur afli til heilfrystingar. Nú nýverið hafa þó þrjár verksmiðjur hafið framleiðslu á flökum. Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Í gögnum Hagstofu Íslands má finna sundurliðun á útflutningi á makríl niður í flokka. Skiptingin er í heildina þessi yfir öll árin: Hér þarf ekki langskólagenginn mann til að sjá að hér stendur ekki steinn yfir steini í samanburðinum. Rangir útreikningar En það er ekki nóg með að samanburðurinn sér rangur heldur eru útreikningarnir í greinargerðinni einnig rangir. Ef við skoðum samanburð á nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands, sést að landaður afli er mun meiri en útfluttur. Í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins er ekkert litið til þess að einungis tæplega 60% landaðs afla birtist í útflutningstölum. En hver fór þá mismunurinn? Landráð?, væri svar Kára Stefánssonar eins og hann lýsti í grein sinni sem hér er vísað til. Í hans huga hefðu útgerðarmenn stungið mismuninum í vasann í erlendum sölufélögum og þannig gerst sekir um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti. Umræðu af þessum toga má finna víða í samfélaginu byggða á samskonar firru. Grein Kára svaraði ég í tveim greinum sem má finna hér og hér. Þar lýsi ég annars vegar hvernig tekjur af makrílveiðum hríslast um samfélagið og hins vegar hvernig útreikningar hans stæðust enga skoðun, fremur en nú hjá stjórnvöldum. En hvert er þá svarið? Verðum að bera saman epli og epli Jú, mismunurinn, rúmlega 40%, fór í bræðslu sem fráflokkaður skemmdur makríll, hausar og slóg frá hausuðum makríl og afskurður frá flökun. Og hverju breytir það? Jú, það breytir öllu. Ekki er einungis verið með rangan samanburð heldur líka ranga útreikninga. Norskur makríll er aðallega fluttur út heill. Við verðum því að umreikna allar löndunartölur og afurðasölur yfir í sambærilega stærð, heilan makríl. Og það gerðum við í Vinnslustöðinni. Forsendur útreikninganna eru eftirfarandi: 1. Við styðjumst við útflutningtölur Hagstofu Íslands eins og atvinnuvegaráðuneytið. 2. Í tölum Hagstofu Íslands er ekki að finna útflutt makrílmjöl eða lýsi. Við verðum því að ráðstafa mismun á aflatölum og útflutningstölum til bræðslu og gefa okkur þá forsendu að: a. Nýting í mjöli (20%) og í lýsi (15%) hjá öllum bræðslum landsins sé sú sama. b. Að útflutningsverð mjöls og lýsis sé það sama og hjá Vinnslustöðinni á hverju ári. Réttur samanburður Með þessar forsendur, og yfir mun lengra tímabil, fáum við út neðangreindan samanburð á útflutningsverði makríls, umreiknað í verðmæti á heilan makríl hjá Norðmönnum annars vegar og Íslendingum hins vegar á línuriti 1. Línurit 1 sýnir verðþróun á útflutningsverði makrílafurða umreiknað yfir í krónur á kíló upp úr sjó. Línurit 2 sýnir hlutfall á verði á heilum makríl frá Íslandi deilt með heilum makríl frá Noregi. Hér sjáum við athyglisverð línurit. Á árunum 2020 – 2024 er meðal útflutningsverð íslenskra makrílafurða 72% af því norska (sjá línurit 2) en ekki 91% eins og greinargerð atvinnuvegaráðuneytisins gefur til kynna. Lengri saga er líka áhugaverð. Á upphafsárum okkar í veiðum á makríl var mikill munur á útflutningsverði makríls milli landanna. Augljóslega höfðu Norðmenn þekkingu og reynslu sem Íslendinga skorti. Það dró síðar saman með þjóðunum. Allt til ársins 2020 var makríllinn aðallega veiddur við Ísland. Hin síðari ár hefur heldur dregið í sundur aftur, einkum vegna þess að lengra hefur verið að sækja makrílinn fyrir Íslendinga, hann verið í lakara ástandi og veiði hefur verið tregari. Á síðustu þrem árum er meðalverð íslensks makríls 68% af því norska. Það er því augljóst öllu sæmilega þenkjandi fólki að fullyrðingar atvinnuvegaráðuneytisins í greinargerðinni að verð á makríl ,,á Íslandi gefi ekki rétta mynd af raunverulegu markaðsverði“. og að ,, Þannig afgerandi vísbendingar um að verðmyndun á Íslandi endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti þessara nytjastofna.“ eru rangar. Hér stendur ekki heldur steinn yfir steini. Niðurstaða Í fyrsta lagi stendur ekki steinn yfir steini í samanburði atvinnuvegaráðuneytisins og í öðru lagi eru útreikningar rangir. Í þriðja lagi grefur það undan trúverðuleika í undirbúningi frumvarpsins að svo augljósar villur sé að finna. Rétt er að benda á að útflutningtölur Hagstofu á makríl hafa verið uppfærðar. Þá leiðréttingu er ekki að finna í fullbúnu frumvarpi. Allt ber þetta að sama brunni. Frumvarpið er illa unnið, útreikningar rangir og útfærslan skaðleg og útreikningur atvinnuvegaráðuneytisins getur aldrei verið grundvöllur skattlagningar af neinum toga, líkt og KPMG hefur bent á. Fyrst og fremst er stuðst við staðlausa stafi og upphrópanir. Niðurstaðan er því falleinkunn á vinnubrögðum við greinargerð um veiðigjöld. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun