Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar 5. maí 2025 12:01 Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar