Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2025 11:30 Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar