Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 10:13 Russel Brand fyrir utan dómshúsið í Westminster í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025 Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025
Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira