Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2025 22:26 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Vilhelm Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins. Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét. Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét.
Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira