Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 19:00 Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir tæplega fjörutíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Rannveig Einarsdóttir segir að borgin eigi ekki að þurfa að sinna málaflokknum heldur ríkið. Vísir/ívar Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira