Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 16:49 Nýja húsið verður staðsett framan við núverandi Tennishöll og austan við Sporthúsið. Á svæðinu verða samanlagt tólf padelvellir. Former arkitektar Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas. Kópavogur Tennis Padel Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas.
Kópavogur Tennis Padel Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent