Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 16:49 Nýja húsið verður staðsett framan við núverandi Tennishöll og austan við Sporthúsið. Á svæðinu verða samanlagt tólf padelvellir. Former arkitektar Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas. Kópavogur Tennis Padel Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas.
Kópavogur Tennis Padel Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira