Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. vísir/vilhelm Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís. Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís.
Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira