Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar 18. apríl 2025 11:02 Þessi dagur, föstudagurinn langi, hefur þá sérstöðu umfram aðra helgidaga ársins að þá hugleiðum við hinar dimmu hliðar tilverunnar og það sem við ekki skiljum. Við sýnum ungmennum í fermingarfræðslunni höklana okkar og látum þau giska á hvaða kenndir það eru sem hver litur vísar á. Sá græni tengist gróandanum, fjólublár tónn föstunnar, fórn og íhugun, rautt er fyrir blóð og hvítt fyrir hátíð. Og svo er það þessi svarti. Unglingarnir tengja hann jafnan við sorg og myrkur og það er hárrétt. Þetta er sá dagur sem hugleiðum dauða Krists og út frá þeim atburði hafa kristnir menn öldum saman séð tengsl við aðstæður í samtíma sínum og umhverfi. Mig langar að fylgja þeirri hefð hér í þessari hugleiðingu. Unglingsárin Þrettán ára piltur, Jamie banaði jafnöldru sinni og skýringin lá ekki í fjölskylduaðstæðum Jamies eða í geðrænum kvillum eins og oft er í slíkum frásögnum. Þættirnir Adolescence, eða Unglingsár, fjalla um eftirköst þess atburðar og þeir hafa vakið sterk viðbrögð. Þar fáum við innsýn í heim ungs fólks sem er þeim eldri eins og lokuð bók. Þau fullorðnu skilja ekki hvað táknin merkja sem unglingarnir senda hverjir öðrum á samfélagsmiðlum en geta haft skaðleg áhrif á líf þeirra, framkallað skömm, einangrun og neikvæða sjálfsmynd. Áhorfandinn hafði mögulega fram að þessu átt von á réttardrama, þar sem saklaust barnið væri ásakað um morð. Sá er ekki boðskapur sögunnar. Þetta er þvert á móti lýsing á því hvernig eitruð menning, í skólum, á samskiptamiðlum og í samskiptum fólks getur leikið viðkvæma einstaklinga. Í þriðja þættinum fylgjumst við með samtali sálfræðingsins Briony Ariston við Jamie. Þetta er fimmti fundur þeirra og samskiptin eru í fyrstu hlýleg. Það virðist fara vel á með þeim. Ariston kom ekki tómhent til fundarins. Hún færði skjólstæðingi sínum heitt súkkulaði og hafði tekið með sér sykurpúða í boxi sem hún setti út í drykkinn. Þá hafði hún samloku meðferðis, sjálf borðaði hún helminginn af henni en lagði hinn hlutann á borðið ef hann skyldi vilja þiggja. Þau sátu hvort við sinn endann á stóru borði með pappamálinu og samlokunni. Athygli mín beindust að þessari látlausu sviðsmynd þegar við settum okkur inn í hörmungarnar sem lífið hafði kallað yfir hinn unga morðingja og fórnarlamb hans. Þarna lá hluti Jamies af samlokunni óhreyfður. Eftir því sem leið á samtalið, þyngdist andrúmsloftið og hegðun Jamies varð ofsafengin og ofbeldisfull. Í lokin tjáði Ariston honum að þau myndi ekki hittast aftur. Við það ærðist Jamie og var hann loks dreginn öskrandi út úr herberginu. „Líkar þér við mig?“ hrópaði hann ítrekað en sálfræðingurinn svaraði því engu. Og svo sat Ariston ein eftir í herberginu. Hálf samlokan var á borðinu. Drengurinn hafði ekki viljað snerta á henni. Hún hafði snætt sinn helminginn en hann þáði ekki þann hluta sem honum var boðinn. Brauðið Atburðir dymbilvikunnar fjalla um brostin tengsl. Í því mikla uppgjöri sem píslarsagan er, birtist Jesús okkur sem fulltrúi þeirra sem heimurinn hefur hafnað og brugðist. Og aðdragandi þess að Jesús er hæddur, píndur og krossfestur er einmitt atburður við borð þar sem brauðið verður að þungamiðju frásagnarinnar. Hallgrímur Pétursson yrkir: Guðs sonur, sá sem sannleiks ráð sjálfur átti á himni' og láð, þáði sitt brauð með þakkargjörð þegar hann umgekkst hér á jörð. Brauðið tengist þakklæti og því að græða það sem er brotið. „Takið og etið, þetta er líkami minn“ segir Jesús og afhendir þeim hverjum fyrir sig hluta af brauðinu. Þeir skilja ekki hvað hann á við en þetta var sáttargjörð manns og æðri máttar. Og allar götur síðan hefur helgihald kristninnar byggst upp á borði og brauði. Já, brotnir einstaklingar hafa sest að borðinu og tekið á móti hjálpræði Guðs, þrátt fyrir bresti sína. Kristin trú á erindi við þau sem hungrar og þyrstir, þau sem finna fyrir takmörkum sínum og brestum. Því það voru ekki aðeins svarnir andstæðingar Jesú sem beittu hann órétti. Hann nánustu vinir brugðust honum. Pétur, sá sem áður hafði flutt fyrstu trúarjátningu: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“, var þar ekki undanskilinn. Hann afneitaði Jesú í grasagarðinum og dregur guðspjallið þar fram hversu brotinn heimurinn er, já „átakanlega vondur“ eins og Megas orti. Þættirnir um unglingsárin draga upp sára mynd af lífi fólks á okkar dögum og dökka mynd af heiminum. Foreldrar Jamie voru sæl í sinni trú þar sem hann sat kvöld eftir kvöld í herberginu með skjáinn fyrir augunum. Hann var ekki á ferð í dimmum húsasundum. En háskinn reyndist vera nær þau þau óraði fyrir. Þarna var sáð því eitri sem átti eftir að leiða til fólskuverksins. Skilaboðin sem hann fékk reyndust ala á fjandskap og hatri. Við þekkjum sambærilegan harmleik hér á Íslandi þar sem ungmenni hafa banað systkinum sínum. Þeir atburðir kalla ekki aðeins á endurmat á samfélagi okkar. Þeir skekja tilveru okkar og tilvist. „Stúlkan mun ekki vakna til nýs morguns“ sagði Briony Ariston við Jamie. Og spurningunni hvort henni líkaði við hann, svaraði hún með nístandi þögn. Föstudagurinn langi Mér finnst þessi nöturlega frásögn tala til okkar á föstudeginum langa þegar myrkrið er allt um lykjandi og Jesús hrópar í angist sinni út í gapandi tómið. „ Þetta er líkami minn“ sagði Jesús og á þessum langa föstudegi sjáum við líkama fyrir okkur. Líkami Krists tekur á sig það hlutskipti sem hinir seku höfðu mátt þola og þau sem fórnað hefur verið á öllumt tímum. Já, krossdauði Krists leiðir í ljós fyrir okkur, syndugum mönnum, hvernig Guð sýnir kærleika sinn í föllnum heimi þar sem hið ljóta er upphafið og hið fagra er gert að féþúfu fyrirmyndir ögra sjálfsmynd ungs fólks og geta jafnvel eyðilagt sjálfsmat þeirra. Þarna birtist okkur kærleikur Guðs í hnotskurn. Hann gengur inn í það ójafnvægi og allt það sem aflaga fer í lífi manna og menningar þeirra og færir fram sjálfan sig að fórn. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hold fyrir hold - svo hljómar hið forna lögmál og birtist í þeirri mynd að til þess að koma á jafnvægi og sátt, já friði, þurfi að færa fórn. Dómur er felldur yfir því sem aflaga fer og það er sonur Guðs sjálfur sem gengur inn í það ferli og tekur út refsinguna. Brauðið sem drengurinn þáði ekki kallast á við frásagnir píslarsögunnar. Þar er sakbitin manneskjan ófær um að taka við þeirri sáttargjörð sem brauðið getur táknað. Þannig túlka ég þetta með mínum guðfræði gleraugum og velti því um leið fyrir mér hversu tímalaus frásögn föstudagsins langa er, og hversu margar birtingarmyndir hennar eru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Páskar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þessi dagur, föstudagurinn langi, hefur þá sérstöðu umfram aðra helgidaga ársins að þá hugleiðum við hinar dimmu hliðar tilverunnar og það sem við ekki skiljum. Við sýnum ungmennum í fermingarfræðslunni höklana okkar og látum þau giska á hvaða kenndir það eru sem hver litur vísar á. Sá græni tengist gróandanum, fjólublár tónn föstunnar, fórn og íhugun, rautt er fyrir blóð og hvítt fyrir hátíð. Og svo er það þessi svarti. Unglingarnir tengja hann jafnan við sorg og myrkur og það er hárrétt. Þetta er sá dagur sem hugleiðum dauða Krists og út frá þeim atburði hafa kristnir menn öldum saman séð tengsl við aðstæður í samtíma sínum og umhverfi. Mig langar að fylgja þeirri hefð hér í þessari hugleiðingu. Unglingsárin Þrettán ára piltur, Jamie banaði jafnöldru sinni og skýringin lá ekki í fjölskylduaðstæðum Jamies eða í geðrænum kvillum eins og oft er í slíkum frásögnum. Þættirnir Adolescence, eða Unglingsár, fjalla um eftirköst þess atburðar og þeir hafa vakið sterk viðbrögð. Þar fáum við innsýn í heim ungs fólks sem er þeim eldri eins og lokuð bók. Þau fullorðnu skilja ekki hvað táknin merkja sem unglingarnir senda hverjir öðrum á samfélagsmiðlum en geta haft skaðleg áhrif á líf þeirra, framkallað skömm, einangrun og neikvæða sjálfsmynd. Áhorfandinn hafði mögulega fram að þessu átt von á réttardrama, þar sem saklaust barnið væri ásakað um morð. Sá er ekki boðskapur sögunnar. Þetta er þvert á móti lýsing á því hvernig eitruð menning, í skólum, á samskiptamiðlum og í samskiptum fólks getur leikið viðkvæma einstaklinga. Í þriðja þættinum fylgjumst við með samtali sálfræðingsins Briony Ariston við Jamie. Þetta er fimmti fundur þeirra og samskiptin eru í fyrstu hlýleg. Það virðist fara vel á með þeim. Ariston kom ekki tómhent til fundarins. Hún færði skjólstæðingi sínum heitt súkkulaði og hafði tekið með sér sykurpúða í boxi sem hún setti út í drykkinn. Þá hafði hún samloku meðferðis, sjálf borðaði hún helminginn af henni en lagði hinn hlutann á borðið ef hann skyldi vilja þiggja. Þau sátu hvort við sinn endann á stóru borði með pappamálinu og samlokunni. Athygli mín beindust að þessari látlausu sviðsmynd þegar við settum okkur inn í hörmungarnar sem lífið hafði kallað yfir hinn unga morðingja og fórnarlamb hans. Þarna lá hluti Jamies af samlokunni óhreyfður. Eftir því sem leið á samtalið, þyngdist andrúmsloftið og hegðun Jamies varð ofsafengin og ofbeldisfull. Í lokin tjáði Ariston honum að þau myndi ekki hittast aftur. Við það ærðist Jamie og var hann loks dreginn öskrandi út úr herberginu. „Líkar þér við mig?“ hrópaði hann ítrekað en sálfræðingurinn svaraði því engu. Og svo sat Ariston ein eftir í herberginu. Hálf samlokan var á borðinu. Drengurinn hafði ekki viljað snerta á henni. Hún hafði snætt sinn helminginn en hann þáði ekki þann hluta sem honum var boðinn. Brauðið Atburðir dymbilvikunnar fjalla um brostin tengsl. Í því mikla uppgjöri sem píslarsagan er, birtist Jesús okkur sem fulltrúi þeirra sem heimurinn hefur hafnað og brugðist. Og aðdragandi þess að Jesús er hæddur, píndur og krossfestur er einmitt atburður við borð þar sem brauðið verður að þungamiðju frásagnarinnar. Hallgrímur Pétursson yrkir: Guðs sonur, sá sem sannleiks ráð sjálfur átti á himni' og láð, þáði sitt brauð með þakkargjörð þegar hann umgekkst hér á jörð. Brauðið tengist þakklæti og því að græða það sem er brotið. „Takið og etið, þetta er líkami minn“ segir Jesús og afhendir þeim hverjum fyrir sig hluta af brauðinu. Þeir skilja ekki hvað hann á við en þetta var sáttargjörð manns og æðri máttar. Og allar götur síðan hefur helgihald kristninnar byggst upp á borði og brauði. Já, brotnir einstaklingar hafa sest að borðinu og tekið á móti hjálpræði Guðs, þrátt fyrir bresti sína. Kristin trú á erindi við þau sem hungrar og þyrstir, þau sem finna fyrir takmörkum sínum og brestum. Því það voru ekki aðeins svarnir andstæðingar Jesú sem beittu hann órétti. Hann nánustu vinir brugðust honum. Pétur, sá sem áður hafði flutt fyrstu trúarjátningu: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“, var þar ekki undanskilinn. Hann afneitaði Jesú í grasagarðinum og dregur guðspjallið þar fram hversu brotinn heimurinn er, já „átakanlega vondur“ eins og Megas orti. Þættirnir um unglingsárin draga upp sára mynd af lífi fólks á okkar dögum og dökka mynd af heiminum. Foreldrar Jamie voru sæl í sinni trú þar sem hann sat kvöld eftir kvöld í herberginu með skjáinn fyrir augunum. Hann var ekki á ferð í dimmum húsasundum. En háskinn reyndist vera nær þau þau óraði fyrir. Þarna var sáð því eitri sem átti eftir að leiða til fólskuverksins. Skilaboðin sem hann fékk reyndust ala á fjandskap og hatri. Við þekkjum sambærilegan harmleik hér á Íslandi þar sem ungmenni hafa banað systkinum sínum. Þeir atburðir kalla ekki aðeins á endurmat á samfélagi okkar. Þeir skekja tilveru okkar og tilvist. „Stúlkan mun ekki vakna til nýs morguns“ sagði Briony Ariston við Jamie. Og spurningunni hvort henni líkaði við hann, svaraði hún með nístandi þögn. Föstudagurinn langi Mér finnst þessi nöturlega frásögn tala til okkar á föstudeginum langa þegar myrkrið er allt um lykjandi og Jesús hrópar í angist sinni út í gapandi tómið. „ Þetta er líkami minn“ sagði Jesús og á þessum langa föstudegi sjáum við líkama fyrir okkur. Líkami Krists tekur á sig það hlutskipti sem hinir seku höfðu mátt þola og þau sem fórnað hefur verið á öllumt tímum. Já, krossdauði Krists leiðir í ljós fyrir okkur, syndugum mönnum, hvernig Guð sýnir kærleika sinn í föllnum heimi þar sem hið ljóta er upphafið og hið fagra er gert að féþúfu fyrirmyndir ögra sjálfsmynd ungs fólks og geta jafnvel eyðilagt sjálfsmat þeirra. Þarna birtist okkur kærleikur Guðs í hnotskurn. Hann gengur inn í það ójafnvægi og allt það sem aflaga fer í lífi manna og menningar þeirra og færir fram sjálfan sig að fórn. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hold fyrir hold - svo hljómar hið forna lögmál og birtist í þeirri mynd að til þess að koma á jafnvægi og sátt, já friði, þurfi að færa fórn. Dómur er felldur yfir því sem aflaga fer og það er sonur Guðs sjálfur sem gengur inn í það ferli og tekur út refsinguna. Brauðið sem drengurinn þáði ekki kallast á við frásagnir píslarsögunnar. Þar er sakbitin manneskjan ófær um að taka við þeirri sáttargjörð sem brauðið getur táknað. Þannig túlka ég þetta með mínum guðfræði gleraugum og velti því um leið fyrir mér hversu tímalaus frásögn föstudagsins langa er, og hversu margar birtingarmyndir hennar eru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun