Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2025 16:24 Utanríkisráðherra ítrekar að íþróttamönnum sé frjálst að taka eigin ákvarðanir um þátttöku í keppnum, en þykir ákvörðun Hafþórs vera vonbrigði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með. Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með.
Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira