Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar 16. apríl 2025 19:01 Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun