Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar 16. apríl 2025 11:46 Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar