Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 11:55 Bæjarskrifstofur Garðabæjar eru á Garðatorgi. Vísir/Vilhelm Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar. „Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan okkar sé sveigjanleg og í takt við þarfir fjölskyldna í bænum,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar í fréttatilkynningu um innritunina. Þar segir að hægt hafi verið að verða við fyrsta vali í flestum tilvikum og bjóða systkinum leikskólavist í sama skóla. Úrvinnsla úr boðnum plássum standi enn yfir þar sem nokkrir foreldrar hafi ekki enn staðfest að þeir þiggi leikskólaplássið eða vilji flutning á milli skóla. Þeir séu hvattir til að ganga frá ákvörðun sinni sem allra fyrst. Að meðaltali bætist 20 til 25 börn við á biðlistann í hverjum mánuði og leikskólar Garðabæjar séu nú að mestu fullsettnir, en laus pláss séu enn á ungbarnaleikskólanum Mánahvoli, þar sem 55 börnum verði boðin dvöl til viðbótar. Einnig standi til að nýta rými í Litlakoti við Krakkakot á Álftanesi og fjölga plássum í fimm ára deild Sjálandsskóla í haust. Næsta innritunarlota verði í maí 2025 og þá verði innritað í laus pláss í Mánahvoli og einnig verði staðan skýrari í öðrum leikskólum. Reiknað sé með að börn fædd í ágúst og september 2024 fái boð um dvöl við þá úthlutun. Vert sé að minna á að innritun eigi sér stað allan ársins hring í leikskóla Garðabæjar, eftir því sem pláss losna. Garðabær Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Við leggjum ríka áherslu á að þjónustan okkar sé sveigjanleg og í takt við þarfir fjölskyldna í bænum,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar í fréttatilkynningu um innritunina. Þar segir að hægt hafi verið að verða við fyrsta vali í flestum tilvikum og bjóða systkinum leikskólavist í sama skóla. Úrvinnsla úr boðnum plássum standi enn yfir þar sem nokkrir foreldrar hafi ekki enn staðfest að þeir þiggi leikskólaplássið eða vilji flutning á milli skóla. Þeir séu hvattir til að ganga frá ákvörðun sinni sem allra fyrst. Að meðaltali bætist 20 til 25 börn við á biðlistann í hverjum mánuði og leikskólar Garðabæjar séu nú að mestu fullsettnir, en laus pláss séu enn á ungbarnaleikskólanum Mánahvoli, þar sem 55 börnum verði boðin dvöl til viðbótar. Einnig standi til að nýta rými í Litlakoti við Krakkakot á Álftanesi og fjölga plássum í fimm ára deild Sjálandsskóla í haust. Næsta innritunarlota verði í maí 2025 og þá verði innritað í laus pláss í Mánahvoli og einnig verði staðan skýrari í öðrum leikskólum. Reiknað sé með að börn fædd í ágúst og september 2024 fái boð um dvöl við þá úthlutun. Vert sé að minna á að innritun eigi sér stað allan ársins hring í leikskóla Garðabæjar, eftir því sem pláss losna.
Garðabær Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði