Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 12:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þáttaskil hafa orðið í Ljósufjallakerfinu síðastliðinn föstudag þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“ Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35
Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28