Börn oft að leik þar sem slysið varð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 22:05 Hér má sjá hvernig bíllinn hafnaði við hliðið að garði Gróu. Aðsend Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“ Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira