Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar 12. apríl 2025 12:01 Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Leikskólar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar