„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2025 21:31 Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun