Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 12:30 Guðmundur Ari segir mikla stemningu í Samfylkingunni eftir gott gengi síðustu mánuði. Flokkurinn heldur landsfund um helgina og fagnar 25 ára afmæli á sama tíma. Vísir/Vilhelm Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. „Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57
Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20
Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59