Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. apríl 2025 22:30 Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun