Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 20:31 Landsréttur taldi það refsingu mæðgnanna ekki í samræmi við brotin. Vísir/Getty Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi. Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi.
Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41