Bandaríkin muni semja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að Bandaríkjastjorn mun nota næstu mánuði til að semja við einstök viðskiptalönd um tolla. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir. Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir.
Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira