Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar 10. apríl 2025 09:00 Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun