Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 19:41 Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00
Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13