Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. apríl 2025 06:00 Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun