(Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar 9. apríl 2025 11:32 Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun