Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. apríl 2025 14:00 Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar