Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar 8. apríl 2025 12:32 Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar