Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar 7. apríl 2025 12:16 Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Búin er til leið (reiknistofn) þar sem vegnar eru saman ýmsar stærðir úr afkomutölum sjávarútvegs og út kemur tala sem ákvarðar veiðigjaldið. Ein af lykilstærðunum í þessari jöfnu er „markaðsverð“ á fiskinum. Þá vandast málið. Milliverðlagning Stór sjávarútvegsfyrirtæki kjósa að hafa allt á einni hendi, veiðar og vinnslu. Sú tilhögun hefur sýnt sig að geta verið heppileg þar sem hún á við. Engu að síður verðleggja þessi fyrirtæki sjávarfangið frá skipi til fiskvinnslu. Augljóst er að sú verðlagning getur verið með ýmsu móti þar sem hún ræðst ekki af framboði og eftirspurn á markaði. Þannig geta fyrirtæki séð sér hag í því að hafa verðið sem lægst milli veiða og vinnslu líkt og þau sjá sér hag í því milli vinnslu og sölu sbr. þegar stjórnandi í einu slíku fyrirtæki sendi eftirfarandi tölvupóst: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“ (Heimildin 16. nóv. 2019) Þetta er aðeins dæmi um hvernig má misnota verðlagningu sem á sér stað innan fyrirtækja úr einni deild þess í aðra en slík tilbúin verðlagning þekkist víða. Augljóst má því vera að hæpið er að styðjast við slíka „milliverðlagningu“ innan fyrirtækja til að byggja opinbera gjaldtöku á. Sanngjörn leið Fyrst ákveðið hefur verið að reikna veiðileyfagjald (sem rennur til þjóðarinnar sem sanngjarnt afgjald fyrir afnot fiskimiðanna) með lykilstærð sem getur leikið svo mikill vafi á að eigi sér stað í raunveruleikanum, þá hljóta allir réttsýnir menn að vilja leita sannleikans í þessum efnum og finna stærð sem kemst næst því að vera „rétt“ stærð. - Sú leið sem stungið er uppá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aflaverðmæti í reiknistofni og miðar við meðalverð á hvert kg hvers mánaðar á fiskmarkaði yfir 12 mánaða tímabil, virðist því vera afar sanngjarnt og hógvært úrræði til að reyna að komast sem næst því hvað geti talist „rétt“ upphæð til viðmiðunar í útreikningi veiðigjalds. Þeir sem eru ekki sáttir við að loksins séu settar inn sannanlegar tölur í þann reiknistofn sem gildir um útreikning veiðigjalds ættu frekar að krefjast þess að aðrar aðferðir verði notaðar til að finna veiðigjald heldur en sú sem gilt hefur undanfarin ár. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar