Sýna íslensku með hreim þolinmæði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 14:05 Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands og menningar- og upplýsingadeild Árborgar hafa tekið höndum saman og standa fyrir átakinu „Gefum íslensku séns.”. Hér eru þær frá vinstri, Helga Kristín, Sandra og Esther Erla með plaggötu verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku. Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira