Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar 6. apríl 2025 08:31 Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Námslán Háskólar Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun