Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:04 Þyrla Ratcliffe flaug daglega til og frá Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku með vistir handa fjallgönguhópi við Kverkfjöll. Vísir/Jóhann K/Sigurjón Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana. Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana.
Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira