Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 16:21 Mennirnir tveir tóku pallbíl ófrjálsri hendi af höfninni á Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að aka stolnum bíl undir miklum áhrifum áfengis og kannabiss. Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár. Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira
Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár.
Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira