Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. apríl 2025 13:02 Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun