Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar 2. apríl 2025 19:00 Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun