Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar 31. mars 2025 16:31 Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Inga Sæland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tryggingar Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar