Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2025 08:39 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Hann er nú formaður félagsins auk þess að eiga sæti í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. Þetta kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar borgarstjórnar sem dagsett er 26. mars síðastliðinn. Vísir fjallaði um málið í þarsíðustu viku eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn Gíslason taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Kjartans Magnússonar. Kosningunni var þó frestað. Björn sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði mikið verið í íþrótta- og tómstundaráði í mjög langan tíma, en hann er nú formaður Fylkis. Hann sagðist telja mikilvægt að að láta á það reyna hvort að álitið um vanhæfi stæðist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ sagði Björn. Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Ekki talin þörf á að uppfæra minnisblaðið Í minnisblaði skrifstofustjóra og borgarlögmanns frá mars 2023 kom fram að Björn teldist vanhæfur til að sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem þá hét. Minnisblaðið var afhent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og varð ekki af boðuðum mannabreytingum í ráðinu á þeim tíma. Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 18. mars síðastliðinn að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn tæki sæti í menningar- og íþróttaráði réðst skrifstofa borgarstjórnar og embætti borgarlögmanns í að yfirfara efni minnisblaðsins frá 2023. Örlítið breytt orðalag breytir ekki forsendum Í bréfinu til forsætisnefndar kemur nú fram að ekki sé talin þörf á uppfærslu minnisblaðsins þar sem efni uppfærðra samninga og nýrrar samþykktar fyrir ráðið sé áþekkt því sem var er minnisblaðið var ritað. „Örlítið breytt orðalag nýrrar samþykktar breytir því ekki forsendum og niðurstöðu minnisblaðsins. Það helgast af því að ákvæði gildandi samþykktar fyrir ráðið kveða enn á um eftirlitsskyldu ráðsins með mannvirkjum á sviði íþrótta sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eða Reykjavíkurborg hefur veitt styrk til. Fyrir liggur að það á enn við í dag um Íþróttafélagið Fylki með sama hætti og fjallað er um á bls. 4 í minnisblaðinu. Þá liggur einnig fyrir að hlutaðeigandi borgarfulltrúi er enn í fyrirsvari fyrir Íþróttafélagið Fylki sem formaður félagsins og telst hann því enn í dag að auki vera vanhæfur til að fjalla um mál annarra íþróttafélaga sem stunda sömu atvinnustarfsemi og Íþróttafélagið Fylki,“ segir í bréfinu. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fylkir Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar borgarstjórnar sem dagsett er 26. mars síðastliðinn. Vísir fjallaði um málið í þarsíðustu viku eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn Gíslason taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Kjartans Magnússonar. Kosningunni var þó frestað. Björn sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði mikið verið í íþrótta- og tómstundaráði í mjög langan tíma, en hann er nú formaður Fylkis. Hann sagðist telja mikilvægt að að láta á það reyna hvort að álitið um vanhæfi stæðist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ sagði Björn. Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Ekki talin þörf á að uppfæra minnisblaðið Í minnisblaði skrifstofustjóra og borgarlögmanns frá mars 2023 kom fram að Björn teldist vanhæfur til að sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem þá hét. Minnisblaðið var afhent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og varð ekki af boðuðum mannabreytingum í ráðinu á þeim tíma. Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 18. mars síðastliðinn að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn tæki sæti í menningar- og íþróttaráði réðst skrifstofa borgarstjórnar og embætti borgarlögmanns í að yfirfara efni minnisblaðsins frá 2023. Örlítið breytt orðalag breytir ekki forsendum Í bréfinu til forsætisnefndar kemur nú fram að ekki sé talin þörf á uppfærslu minnisblaðsins þar sem efni uppfærðra samninga og nýrrar samþykktar fyrir ráðið sé áþekkt því sem var er minnisblaðið var ritað. „Örlítið breytt orðalag nýrrar samþykktar breytir því ekki forsendum og niðurstöðu minnisblaðsins. Það helgast af því að ákvæði gildandi samþykktar fyrir ráðið kveða enn á um eftirlitsskyldu ráðsins með mannvirkjum á sviði íþrótta sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eða Reykjavíkurborg hefur veitt styrk til. Fyrir liggur að það á enn við í dag um Íþróttafélagið Fylki með sama hætti og fjallað er um á bls. 4 í minnisblaðinu. Þá liggur einnig fyrir að hlutaðeigandi borgarfulltrúi er enn í fyrirsvari fyrir Íþróttafélagið Fylki sem formaður félagsins og telst hann því enn í dag að auki vera vanhæfur til að fjalla um mál annarra íþróttafélaga sem stunda sömu atvinnustarfsemi og Íþróttafélagið Fylki,“ segir í bréfinu.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fylkir Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25