Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 31. mars 2025 08:00 Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun