Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 08:01 Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar