Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar 28. mars 2025 09:32 Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun