Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar 27. mars 2025 16:02 Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar