Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar 27. mars 2025 07:31 „Ég má ekki segja nei við mömmu og pabba þegar að þau taka myndir af mér. Þótt ég vilji það ekki.“ Þetta heyri ég reglulega á ferð minni um landið í fræðsluheimsóknum Netumferðarskólans fyrir 1.-7. bekk, þar sem við ræðum meðal annars deilingar á myndum og samþykki. „Jú þegar að beðið er um samþykki má segja nei og þá virðum við það.“ 66% barna á miðstigi, 75% á unglingastigi og 80% framhaldsskólanema segja foreldra sína oft eða stundum deila myndum af sér á Instagram, Facebook og Snapchat. 47% barna á miðstigi, 38% á unglingastigi og 34% framhaldsskólanema sögðu foreldra sína hafa beðið um leyfi áður en þau deildu síðast af þeim mynd. Hérna getum við sem foreldrar gert betur. Hvaða skilaboð erum við annars að senda börnin okkar með inn á vettvang samfélagsmiðla? Biðjum um leyfi áður en mynd er tekin og óskum eftir samþykki frá þeim sem er á myndinni áður en henni er deilt áfram. „Foreldrar mínir eru búin að nota mig sem gott samfélagsmiðlaefni frá því að ég fæddist. Get ég farið í mál eða á ég rétt á bótum?“ Á þessum nótum eru gjarnan spurningar frá nemendum á framhaldsskólaaldri sem mörg hver eru síður en svo sátt með það að hafa aldrei verið spurð um samþykki. Á meðan teljum við like-in sem við fáum sem foreldrar og gefum því lítinn gaum hversu mikil áhrif þetta getur haft á þeirra stafræna fótspor. „Mér finnst ekki að yngri systkini mín ættu að fá að fara inn á samfélagsmiðla á sama aldri og ég fékk að gera það“ Erum við að gefa börnum og ungmennum orðið til að hlusta eða teljum við okkur sjálf vita betur en þau hvernig þeirra raunveruleiki er? Tímalengd á netinu er það atriði sem flestir nemendur á mið- og unglingastigi segja foreldra sína fylgjast með. Eftirlit með efninu sem er skoðað á þeim tíma fær hinsvegar minni athygli. Erum við að setja athygli okkar á réttan stað? Á þetta ekki frekar að vera spurning um hvernig við nýtum tímann heldur en hvernig við látum hann líða.. Bjóðum við faðminn eða mætum við ásakandi? Hvernig undirbúum við okkar börn undir þann veruleika sem mætir þeim á netinu? Alveg niður í yngstu bekki eru tvær upplifanir sem eru töluvert algengar meðal barna á Íslandi. Einhver ókunnugur reyndi að tala við mig, sendi mér skilaboð eða vildi verða vinur minn. Ég sá eitthvað sem var svo ljótt að ég gat ekki hætt að hugsa um það. „Ég þori ekki að segja mömmu og pabba frá því þá fara þau örugglega að skamma mig fyrir að horfa á eitthvað ljótt sem ég mátti ekki“ Á netinu erum við að bregðast hlutverki okkar um vernd barna gegn skaðlegu efni. Líkurnar eru á því að börnin okkar lendi í aðstæðum á netinu sem þau ráða ekki við. Hvernig ætlum við þá sem foreldrar að mæta þeim? Bjóðum þeim faðminn af fyrra bragði með skilaboðunum: „Það þarf ekki að vera kurteis og svara þegar að ókunnugir senda okkur skilaboð á netinu. Það er ekkert dónalegt að blokka eða eyða þeim út. Þú getur alltaf komið til mín og ég skal hjálpa þér.“ „Ef þú sérð eitthvað ljótt á netinu getur þú alltaf komið til mín og ég skal aðstoða þig.“ Látum þau vita strax hvernig þau eigi að bregðast við ef þau lenda í erfiðum aðstæðum á netinu. Látum vita þegar að við rekumst á eða heyrum af ljótum síðum, skaðlegum miðlum, ólöglegu efni eða öðrum neikvæðum trendum. Með því að láta vita getum við bjargað öðrum og ef við eigum séns á að bjarga þó ekki nema einu barni frá því að detta í brunninn þá skulum við gera það. Það sem við gerum skiptir máli og við erum að ná árangri Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þennan árangur skulum við nýta okkur sem hvatningu til þess að halda vinnunni áfram. Hlustum á börn og ungmenni og höfum þau með í þessari mikilvægu vinnu sem snýr að því að tryggja þeim betri framtíð. Sexan stuttmyndakeppni er haldin árlega fyrir öll í 7. bekk í grunnskólum landsins. Öll á aldrinum 12-13 ára geta tekið þátt. Hvetjum þau til þátttöku og styðjum þau í að koma sínu sjónarhorni á framfæri. Hættum að tala niður til ungmenna og lyftum jafningjafræðslu upp í staðinn. Opið er fyrir innsendingar til og með 8. apríl 2025. Viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: Samþykki eða skortur á því Nektarmynd Tæling Slagsmál ungmenna Hér finnur þú allt um keppnina og getur horft á sigurvegara síðustu ára. Sjöundi bekkur nú er komið að ykkur, látið ljós ykkar skína í Sexunni í ár og ég lofa að hlusta og læra! Höfundur er Sviðsstjóri SAFT-Netöryggismiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Ég má ekki segja nei við mömmu og pabba þegar að þau taka myndir af mér. Þótt ég vilji það ekki.“ Þetta heyri ég reglulega á ferð minni um landið í fræðsluheimsóknum Netumferðarskólans fyrir 1.-7. bekk, þar sem við ræðum meðal annars deilingar á myndum og samþykki. „Jú þegar að beðið er um samþykki má segja nei og þá virðum við það.“ 66% barna á miðstigi, 75% á unglingastigi og 80% framhaldsskólanema segja foreldra sína oft eða stundum deila myndum af sér á Instagram, Facebook og Snapchat. 47% barna á miðstigi, 38% á unglingastigi og 34% framhaldsskólanema sögðu foreldra sína hafa beðið um leyfi áður en þau deildu síðast af þeim mynd. Hérna getum við sem foreldrar gert betur. Hvaða skilaboð erum við annars að senda börnin okkar með inn á vettvang samfélagsmiðla? Biðjum um leyfi áður en mynd er tekin og óskum eftir samþykki frá þeim sem er á myndinni áður en henni er deilt áfram. „Foreldrar mínir eru búin að nota mig sem gott samfélagsmiðlaefni frá því að ég fæddist. Get ég farið í mál eða á ég rétt á bótum?“ Á þessum nótum eru gjarnan spurningar frá nemendum á framhaldsskólaaldri sem mörg hver eru síður en svo sátt með það að hafa aldrei verið spurð um samþykki. Á meðan teljum við like-in sem við fáum sem foreldrar og gefum því lítinn gaum hversu mikil áhrif þetta getur haft á þeirra stafræna fótspor. „Mér finnst ekki að yngri systkini mín ættu að fá að fara inn á samfélagsmiðla á sama aldri og ég fékk að gera það“ Erum við að gefa börnum og ungmennum orðið til að hlusta eða teljum við okkur sjálf vita betur en þau hvernig þeirra raunveruleiki er? Tímalengd á netinu er það atriði sem flestir nemendur á mið- og unglingastigi segja foreldra sína fylgjast með. Eftirlit með efninu sem er skoðað á þeim tíma fær hinsvegar minni athygli. Erum við að setja athygli okkar á réttan stað? Á þetta ekki frekar að vera spurning um hvernig við nýtum tímann heldur en hvernig við látum hann líða.. Bjóðum við faðminn eða mætum við ásakandi? Hvernig undirbúum við okkar börn undir þann veruleika sem mætir þeim á netinu? Alveg niður í yngstu bekki eru tvær upplifanir sem eru töluvert algengar meðal barna á Íslandi. Einhver ókunnugur reyndi að tala við mig, sendi mér skilaboð eða vildi verða vinur minn. Ég sá eitthvað sem var svo ljótt að ég gat ekki hætt að hugsa um það. „Ég þori ekki að segja mömmu og pabba frá því þá fara þau örugglega að skamma mig fyrir að horfa á eitthvað ljótt sem ég mátti ekki“ Á netinu erum við að bregðast hlutverki okkar um vernd barna gegn skaðlegu efni. Líkurnar eru á því að börnin okkar lendi í aðstæðum á netinu sem þau ráða ekki við. Hvernig ætlum við þá sem foreldrar að mæta þeim? Bjóðum þeim faðminn af fyrra bragði með skilaboðunum: „Það þarf ekki að vera kurteis og svara þegar að ókunnugir senda okkur skilaboð á netinu. Það er ekkert dónalegt að blokka eða eyða þeim út. Þú getur alltaf komið til mín og ég skal hjálpa þér.“ „Ef þú sérð eitthvað ljótt á netinu getur þú alltaf komið til mín og ég skal aðstoða þig.“ Látum þau vita strax hvernig þau eigi að bregðast við ef þau lenda í erfiðum aðstæðum á netinu. Látum vita þegar að við rekumst á eða heyrum af ljótum síðum, skaðlegum miðlum, ólöglegu efni eða öðrum neikvæðum trendum. Með því að láta vita getum við bjargað öðrum og ef við eigum séns á að bjarga þó ekki nema einu barni frá því að detta í brunninn þá skulum við gera það. Það sem við gerum skiptir máli og við erum að ná árangri Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þennan árangur skulum við nýta okkur sem hvatningu til þess að halda vinnunni áfram. Hlustum á börn og ungmenni og höfum þau með í þessari mikilvægu vinnu sem snýr að því að tryggja þeim betri framtíð. Sexan stuttmyndakeppni er haldin árlega fyrir öll í 7. bekk í grunnskólum landsins. Öll á aldrinum 12-13 ára geta tekið þátt. Hvetjum þau til þátttöku og styðjum þau í að koma sínu sjónarhorni á framfæri. Hættum að tala niður til ungmenna og lyftum jafningjafræðslu upp í staðinn. Opið er fyrir innsendingar til og með 8. apríl 2025. Viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: Samþykki eða skortur á því Nektarmynd Tæling Slagsmál ungmenna Hér finnur þú allt um keppnina og getur horft á sigurvegara síðustu ára. Sjöundi bekkur nú er komið að ykkur, látið ljós ykkar skína í Sexunni í ár og ég lofa að hlusta og læra! Höfundur er Sviðsstjóri SAFT-Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun