Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar