Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:03 Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Skóla- og menntamál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun