Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir, Elín Karlsdóttir, Guðni Thorlacius, Gunnar Ásgrímsson og Georg Orlov Guðmundsson skrifa 26. mars 2025 10:32 Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun