Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar 25. mars 2025 11:01 Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar