Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar 24. mars 2025 11:30 Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar