Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. mars 2025 17:32 Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun