Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 11:38 Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi á tólfta tímanum í gær. Vísir/Kolbeinn Tumi Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira